The page you're looking for cannot be loaded
Please enable Javascript to use Minted Websites
BACK TO MINTED
Guðrún Ingibjörg & Haukur Smári — Minted

Guðrún Ingibjörg

and

Haukur Smári

Gisting

Gisting

Á Siglufirði og þar í kring er að finna ýmsa gistimöguleika og hægt að finna eitthvað við allra hæfi, allt frá tjaldstæði til lúxusgistingar. Hvað svo sem verður fyrir valinu, mælum við þó með því við gesti okkar að bóka gistinguna sem fyrst! Hér að neðan má sjá nokkra valmöguleika fyrir gistingu en vafalítið má finna fleiri ef leitað er á internetinu.

Hótel Sigló

Hótel Sigló hefur síðustu árin áunnið sér sess sem eitt glæsilegasta hótel Íslands. Þjónusta og allur aðbúnaður er í lúxusflokki og þar er valinn maður í hverju rúmi en kokkar hótelsins munu til dæmis sjá um allar veitingar í brúðkaupsveislunni okkar.



Þau hjá Hótel Sigló voru svo indæl að taka frá 20 herbergi á tilboðsverði fyrir okkur. Til að bóka á tilboðsverðinu er best að hringja í þau í s. 461-7730 og taka fram að þið séuð að koma í brúðkaup Hauks og Guðrúnar. Hægt er að velja milli eins eða tveggja manna herbergja og dagsetningarnar eru 17.-20. júní en við mælum með að bóka sem fyrst því Hótel Sigló bókast oft langt fram í tímann.



Hótel Sigló er í um 2 mínútna göngufjarlægð frá veislusal Kaffi Rauðku og um 5 mínútna fjarlægð frá Siglufjarðarkirkju.

Visit Website

Hótel Siglunes

Hótel Siglunes hefur síðustu misseri orðið sívinsælla og er uppáhaldskostur margra. Innanhúss er þar hlýleg stemning og gömlu og nýju blandað saman á fallegan hátt. Hótelið er þó ekki síst frægt fyrir veitingastað sinn en þar stendur marokkóski kokkurinn Jaouad Hbib vaktina og galdrar fram dásamlegan marokkóskan mat! Hvort sem þið gistið hér eða ekki, þá mælum við í öllu falli með því að prófa veitingastaðinn (munið að panta borð!).



Hótelið er staðsett í um 7 mínútna göngufjarlægð frá Siglufjarðarkirkju og 5 mínútna fjarlægð frá veislusal Kaffi Rauðku og er því fullkominn kostur til gistingar.

Visit Website

The Herring House

Herring gistihúsið er persónulegt uppáhald okkar Hauks en þar gistum við í vetur þegar við fórum til Siglufjarðar til að undirbúa brúðkaupið og áttum yndislega daga. Gistihúsið er rekið af hjónum sem leggja mikla alúð í gistinguna.



Herring gistihúsið er staðsett beint fyrir aftan Siglufjarðarkirkju og er í um 5 mínútna göngufjarlægð frá veislusal Kaffi Rauðku.

Visit Website

Tjaldsvæði

Á Siglufirði eru tvö tjaldsvæði. Annað þeirra er staðsett í miðbænum hjá Ráðhústorginu, við hliðina á Kaffi Rauðku þar sem veislan verður haldin og er því fullkomlega staðsett fyrir veislugesti! Þaðan er um 5 mínútna ganga í Siglufjarðarkirkju.



Hitt tjaldsvæðið er í bæjarmörkunum, sunnan við snjóflóðagarðinn Stóra bola. Þaðan er stutt í golfvöll Siglufjarðar, skógræktarsvæði og náttúruna. Um 10-15 mínútna gangur er frá þessu tjaldstæði niður í miðbæ Siglufjarðar og hentar því vel þeim sem vilja aðeins meiri frið og ró.

Visit Website

Íbúðir og bústaðir

Að síðustu má nefna að ýmsa litla bústaði og íbúðir má finna á síðum á borð við bungalo.is og booking.com, bæði á Siglufirði en einnig í sveitum og bæjum í kring. Það er til dæmis hægur leikur að gista á Ólafsfirði eða jafnvel Hofsósi og keyra á milli fyrir þá sem hafa bíl til umráða.